top of page

Klæðskerasniðin ráðgjöf

Stjórnendaráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki! Kostar ekkert að spyrja.

_A8A7990-2.jpg
_A8A8024-2.jpg

Sonja M. Scott

Um mig

Starfsreynsla

2017-2024 Coca-Cola á Íslandi, framkvæmdastjóri mannauðsmála

  • Verðlaun fyrir velferð starfsfólks

  • Verðlaun fyrir fræðslustarf

  • Stuðlaði að því að eyða launamun kynja

  • Fjöldi kvennstjórnenda fór frá 32% til 50%

  • Jafnlaunavottun 

2013-2015 Arion banki, mannauðsstjóri & verkefnastjóri

  • Verkefnastjóri yfir innleiðingu á jafnlaunavottun Arion banka, fyrsti banki til að hljóta vottun árið 2015

2007-2013 Vodafone, Mannauðsstjóri

Nám

  • Executive MBA Stetson University, Florida USA

  • MA Mannauðsstjórnun, Háskóli Íslands

Ráðgjöf

Stuðningur við stjórnendur

Betri ákvörðanartaka

Stjórnendur þurfa að taka fjölmargar ákvarðanir og kröfur til þeirra miklar.  Á sama tíma þurfa þeir að huga að vellíðan, vexti og árangri síns starfsfólks og ábyrgðin því mikil. Fjárfesting í stjórnendaráðgjöf skilar fyrirtækinu betri ákvörðunartöku og ánægðari starfsfólki. 

Launamál

Bætt launastjórnun

Er skýr launastefna sem styður við markmið þíns fyrirtækis? Þegar horft er til þess að launakostnaður er oft 60-80% af kostnaði fyrirtækja er gríðarlega mikilvægt að tryggja að skipulag og stjórnun launamála skili fyrirtækinu sem bestum árangri. 

Jafnréttismál

Eftirsóknari vinnustaðir

Starfsfólk í dag gerir auknar kröfur til fyrirtækja um að þau séu með skýra jafnréttisstefnu og fylgi henni eftir með áþreifanlegum hætti. Ráðgjöf í jafnlaunamálum, virðismat starfa, mat á jafnréttismálum fyrirtækja, tillögur að úrbótum og stuðningur við innleiðingu skilar þér meiri vissu um jafnrétti á þínum vinnustað.

Mannauðsmál

Aukin fyrirsjáanleiki

Ef lykilstjórnandi fer skyndilega í leyfi eða hættir, hvernig ertu í stakk búin/n til að viðhalda þekkingu og þjónustustigi til viðskiptavina? Arftakaáætlanir og stefnumiðuð starfsþróun eykur rekstraröryggi og byggir hæfni til framtíðar, auk þess að skila ánægðara starfsfólki.

Scott ráðgjöf

20 ára 

Reynsla í mannauðsmálum

10 ára

Reynsla í jafnlaunamálum

Af hverju Scott ráðgjöf?

1

Klæðskerasniðin ráðgjöf

One size does not fit all! Markmið mitt er að mæta fyrirtækinu þínu þar sem það er, aðstoða við að greina styrkleika og tækifæri til að ná enn meiri árangri í skipulagi, launamálum og mannauðsmálum. Áhersla er lögð á að skilja áskoranir þíns fyrirtækis, viðskiptastefnu, menningu og samkeppnisumhverfi. 

2

Áratuga reynsla

Ég hef áratugareynslu í mannauðsstjórnun og stjórnun hjá Vodafone, Arion banka og Coca-Cola á Íslandi. Hef ég þar m.a. borið ábyrgð á stefnumótun, breytingastjórnun, stjórnendaráðgjöf, áætlunargerð og eftirfylgni, mælingum á árangri, frammistöðustjórnun og arftakaáætlanir. Það er fátt ef nokkuð sem ég hef ekki komið að í mannauðsmálum og rekstri fyrirtækja.

3

Ýmis konar þjónusta í boði

Hægt er að fá hefðbundna þjónusturáðgjöf í minni mál eða fá tilboð í stærri verkefni. 
Við vitum að stundum koma upp mál með skömmum fyrirvara og því er jafnframt hægt að fá þjónustusamning sem felur í sér að hægt er að hringja hvenær sem er og fá góð, skjót og traust ráð. Þarfir fyrirtækja eru ólíkar og því hægt að velja um ólíkar útfærslur sem hentar þínu fyrirtæki. 

4

Jafnlaunastjórnun - líka fyrir minni fyrirtæki

Öll fyrirtæki vilja greiða sanngjörn laun og tryggja að jafnræði ríki en jafnlaunastaðfesting eða jafnlaunavottun geta virst yfirþyrmandi verkefni, sérstaklega fyrir lítil eða millistór fyrirtæki. Fyrirtækið þitt getur fengið aðstoð við að taka fyrstu skref í rétta átt og stuðning við áframhaldandi jafnlaunastjórnun.  Mikilvægt er að jafnlaunastjórnun sé skilvirk en ekki íþyngjandi. Möguleiki er að fá ráðgjöf við jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu með eða án stuðnings fyrsta árið eftir innleiðingu með fræðslu og eftirfylgni.

Renovations
bottom of page